sunnudagur, 31. ágúst 2008

Nýjasta Magnolia kortið

Gerði þetta kort í gærkvöldi, með nýjustu Magnolia stimplunum mínum sem ég pantaði mér. Járngrindverkið, tröllið, froskurinn, kindin, maríubjallan, fiðrildin og randaflugurnar eru allt frá magnolia.

7 í viðbótlaugardagur, 9. ágúst 2008

Brúðarkort

Er að fara í brúðkaup á morgun, skellti í eitt kort, er nokkuð ánægð með það, var svoldið svartsýn þegar ég byrjaði á því að fannst hálf klunnalegir þessir litir saman en þetta endaði bara fínt, ætli flotta blómið hafi ekki reddað þessu.