sunnudagur, 5. október 2008

Litrík ég :D


Er svoldið að fíla stílinn hjá HönnuKJ og þessi síða er svoldið í hennar anda og uppröðunin á myndunum er einmitt af einni síðu sem hún gerði og heitir minnir mig litrík, en annað er held ég ekki eins, ég er alveg komin með æði fyrir tölum, svo gaman að nota þær, Hannakj smitaði mig alveg af því líka, þannig ég er komin með tölu og lita veikina, sem bætist ofan á straxveikina sem ég var með áður... en litir eru jákvæðir, það liftir manni upp að vetri til og ekkert nema gott að segja um það. enda kominn tími fyrir mig að rífa mig uppúr þunglyndinu og verða svoldið litrík :)

fimmtudagur, 2. október 2008

Ný síða

Gerði þessa í gærkvöldi er mjög ánægð með hana, bætti við földu tags/journali í morgun en það sérst varla sú breyting, ég notaði enga skyssu, bara spann upp jafn óðum, journal stimpillinn er stimplaður á hvítt, klipptur út og litaði hringinn með bláum túss og setti svo journalið á síðuna með 3d púðum. blái borðinn er nýtt úr skröppunni, ramminn er grungeboard úr hringa og kassa pakkanum, málaði það blátt og dúmpaði svo gyltri málningu ofaná og pússaði svo með sandpappír yfir, kemur ferlega vel út. ég fiktaði aðeins í myndunum í tölvunni og gerði litina skarpari og myndirnar eru sko allt aðrar, framvegis prennta ég ekki út mynd fyrr en ég hef dúllað mér aðeins í henni.

ef þið viljið skoða betur, þá er hægt að stækka myndina með að smella á hana.