föstudagur, 28. mars 2008

mánudagur, 24. mars 2008

nýtt magnolia


stelpan og grasið er magnolia, ég notaði autumn leaves stimpla í sólina og blómin tvö og fiðrildið sem er reyndar svoldið misheppnað, var að prufa að embossa (sem ég hefði greinilega átt að prufa á öðru blaði) er fancy pants stimpill úr 12x12 setti.
þótt að fiðrildið sé ekkert spes að þá er ég ánægðust með þetta kort af þeim sem ég hef gert :D

Æfingin skapar meistarann.

ps: kortið er flottara live ;P

föstudagur, 21. mars 2008


Jóka kom til mín í kvöld og leyfði mér að prufa prisma litina sína sem eru ÆÐI!!! ég var búin að gera eitt magnolia kort sem var ekki birtingarhæft með SUvatnlitatrélitunum mínum, sem eru bara crap við hliðiná prisma.... anywho hérna er útkoman

þriðjudagur, 18. mars 2008

Gestabók


var að klára að gera gestabók fyrir fermingu vinkonu minnar, hef aldrei gert svona áður en tókst bara ágætlega. var í smá vanda þar sem nafnið var svo langt, en ég veit betur hvernig best er að gera þetta þegar ég geri næstu gestabók :) í bleika vasanum með dagsetningunni er tags sem inniheldur hvaða kirkju klukkan hvað og hvar veislan er haldin.... finnst fallegra að hafa ekki of mikinn texta á forsíðunni.... kom mjög vel út og eigandi gestabókarinnar var mjög ánægð með útkomuna. svo skreytti ég síðurnar þar á eftir þar sem gestirnir kvitta fyrir komuna.

miðvikudagur, 12. mars 2008

fyrsta 12x12 síðan


þetta er ein af mínum fyrstu síðum sem ég skrappa.... verð að segja þó ég segi sjálf frá að ég held ég sé bara natural born scrapper :) ég er alla vega ánægð með útkomuna.

ps: þessar myndir eru teknar sumarið 2007 og eins og titillinn segir á Helgafelli. síðan er skröppuð síðasta haust :)

sunnudagur, 9. mars 2008

nýja Skrappaðstaðan mín


jæja, þá er loksins skrappherbergið komið eftir eins og hálfs mánaða bið :) ég er nokkuð ánægð með útkomuna, það er samt ekki alveg reddý hægrahornið verður síðan með stórum háum pappírs rekka eins og er í skröppunni hjá fríðu :)