laugardagur, 13. september 2008

Áskorun - Blátt þema

Ég tók áskorun HönnuKj og skellti í eina bláa hehe enda þessi fínasti vinningur, fullt af flottu dóti sem minns á ekki og væri alveg til í að eignast.

Sko. ég er ánægð með síðuna þannig séð, reyndar finnst mér þessi síða vera algjör reglustrika og það er ég ekki að fíla, það er allt einhvern veginn of beint. mér finnst vanta eitthvað á hana og um leið og ég fatta hvað þá auðvitað set ég það inná. kannski vantar nokkur blóm hjá hinu blóminu,hmmm... endilega segðu álit, ég móðgast ekki, bara gott að fá hreinskilið álit, það er alla vega meira metið en logið hrós.
Ég á það til að ofhlaða á síðurnar mínar og er svoldið að reyna að læra að hætta á réttum stað svo ég fari ekki bara að skemma fyrir mér. Ég er sérstaklega hrifin af hvíta textanum allan hringinn, það kemur mjög vel út.

1 ummæli: