mánudagur, 22. september 2008

Ölver

Ég fór í Ölver, var frá miðvikudeginum og fram á sunnudag, ferðin var frábær í alla staði, ég var brosandi alla leiðina heim. Hérna eru síðurnar sem ég gerði í ölver.


Þessi er gerð úr BG pp og allt úr risaeðlulínunni. stafirnir og skrautið er grungeboard málað og pússað.

Á leið til spánar: ég er rosalega ánægð með þessa síðu. eiginlega finnst mér hún flottasta síðan úr ferðinni.
Adam með fína eyrnalokka er skrappliftuð frá Hönnukj.
Sætir bræður: Þessi síða er úr Idol keppninni þótt ég hafi ekki skráð mig í keppnina, þá gerði ég samt síðuna.
Stundum: þessi síða er skrappliftuð frá Söndru og sko aldeilis skrapplift, það er sami textinn á henni og allt, það er allt eins nema barnið á myndinni. ok kannski ekki alveg, ég notaði annann pappír.

Kroppur: þessi síða er alveg helling gerð með penna, merkið sem stendur Kroppur á er alveg teiknað nema bláu glimmer stafirnir.
?: þessi síða er næstum öll teiknuð, fiðrildið er stimplað, blómin er málað chipboard svo er restin bara penni, ég er ekki búin með hana, ég ætla að teikna á hana allann hringinn.Svo yndislegur: finnst hún örlítið tómleg vinstramegin, en bíst samt við að leyfa henni að vera svona, kannski poppar upp einn daginn hugmynd um hvað ég get sett þarna. Adam: þessi finnst mér líka svoldið tímlega, eða það er eitthvað sem mér finnst að mætti laga eða bæta inná, veit bara ekki hvað það er.... býst við að ég eigi eftir að setja falið journal á hana.
ég er ekkert rosalega ánægð með þessa, kannski því mér fannst hún of auðvelt fyrir mig, bara límt niður bling og mynd eiginlega.

3 ummæli:

Jóhanna sagði...

Vá, vá, vá Síðurnar eru ekkert smá flottar :D bara Vá!!

hannakj sagði...

váts, margar geggjaðar flottar síður!! Gaman að sjá þig að skrapplifta síðu mína.

Nafnlaus sagði...

Vá þetta er alveg ótrúlega flott hjá þér stelpa....alveg geggjað.Hafðu það gott skvís
kv.Linda Fyrrum Minneapolisfari :)