fimmtudagur, 2. október 2008

Ný síða

Gerði þessa í gærkvöldi er mjög ánægð með hana, bætti við földu tags/journali í morgun en það sérst varla sú breyting, ég notaði enga skyssu, bara spann upp jafn óðum, journal stimpillinn er stimplaður á hvítt, klipptur út og litaði hringinn með bláum túss og setti svo journalið á síðuna með 3d púðum. blái borðinn er nýtt úr skröppunni, ramminn er grungeboard úr hringa og kassa pakkanum, málaði það blátt og dúmpaði svo gyltri málningu ofaná og pússaði svo með sandpappír yfir, kemur ferlega vel út. ég fiktaði aðeins í myndunum í tölvunni og gerði litina skarpari og myndirnar eru sko allt aðrar, framvegis prennta ég ekki út mynd fyrr en ég hef dúllað mér aðeins í henni.

ef þið viljið skoða betur, þá er hægt að stækka myndina með að smella á hana.

5 ummæli:

helgaj sagði...

Geggjuð og flottir litirnir í henni:O)

Jóhanna sagði...

Geggjuð síða. Fíla Litina og LO er töff

BeggaHuna sagði...

þessi er flott :) ert með skemmtilegan skrappstíl :)

hannakj sagði...

ótrúlega flott hjá þér!!

Nafnlaus sagði...

Flott blaðsíða, en til seinni tíma litið er kanski sniðugt að hafa ártöl ??? á síðunum... maður er svo fljótur að gleyma hvað er ,,langt" síðan.
MuM