miðvikudagur, 30. apríl 2008

skrapplift áskorun

tók þátt í áskorun á scrapbook.is, virkar þannig að ég fæ síðu sem ég á að "herma" eftir, get notað það sem mér líst á af síðunni sem ég fæ senda og svo fær næsta manneskja síðuna mína og svo koll af kolli, gaman að sjá hvað síðurnar breytast mikið.... mér finnst þessi síða hjá mér frekar tóm, ég sendi hana eiginlega inn ókláraða því ég gat ekki ákveðið mig hverju ég ætti að bæta við, bæti kannski við seinna, litirnir á síðunni eru miklu litríkari og flottari í raun en á myndinni. í þessari áskorun var ég númer tvö í röðinni af fjórum.

mér fannst svo gaman í þessari áskorun að ég skráði mig í næsta leik líka og er í þetta skipti fyrst með síðuna, ég er rosalega ánægð með þá síðu, en ég get ekki sýnt hana á netinu strax því leikurinn er ekki búinn ennþá en ég set hana inn um leið og ég má :) gaman gaman er spennt að sjá hvernig síðan verður hjá þeirri sem hermir eftir minni.

Engin ummæli: