var að gera þetta kort með nýju magnolia stimplunum, mér finnst svo gaman að gera magnoliu kort því það er svo gaman að skapa umhverfið í kringum þær, verst að það er til svo lítið snjóumhverfisdót, enda öll blóm og skordýr dauð á veturnar.
fimmtudagur, 4. desember 2008
Jólakort
var að gera þetta kort með nýju magnolia stimplunum, mér finnst svo gaman að gera magnoliu kort því það er svo gaman að skapa umhverfið í kringum þær, verst að það er til svo lítið snjóumhverfisdót, enda öll blóm og skordýr dauð á veturnar.
miðvikudagur, 5. nóvember 2008
breyting á skrappaðstöðunni
sunnudagur, 5. október 2008
Litrík ég :D
Er svoldið að fíla stílinn hjá HönnuKJ og þessi síða er svoldið í hennar anda og uppröðunin á myndunum er einmitt af einni síðu sem hún gerði og heitir minnir mig litrík, en annað er held ég ekki eins, ég er alveg komin með æði fyrir tölum, svo gaman að nota þær, Hannakj smitaði mig alveg af því líka, þannig ég er komin með tölu og lita veikina, sem bætist ofan á straxveikina sem ég var með áður... en litir eru jákvæðir, það liftir manni upp að vetri til og ekkert nema gott að segja um það. enda kominn tími fyrir mig að rífa mig uppúr þunglyndinu og verða svoldið litrík :)
fimmtudagur, 2. október 2008
Ný síða
ef þið viljið skoða betur, þá er hægt að stækka myndina með að smella á hana.
mánudagur, 22. september 2008
Ölver
Ég fór í Ölver, var frá miðvikudeginum og fram á sunnudag, ferðin var frábær í alla staði, ég var brosandi alla leiðina heim. Hérna eru síðurnar sem ég gerði í ölver.
Þessi er gerð úr BG pp og allt úr risaeðlulínunni. stafirnir og skrautið er grungeboard málað og pússað.

Á leið til spánar: ég er rosalega ánægð með þessa síðu. eiginlega finnst mér hún flottasta síðan úr ferðinni.
Adam með fína eyrnalokka er skrappliftuð frá Hönnukj.
Sætir bræður: Þessi síða er úr Idol keppninni þótt ég hafi ekki skráð mig í keppnina, þá gerði ég samt síðuna.
Stundum: þessi síða er skrappliftuð frá Söndru og sko aldeilis skrapplift, það er sami textinn á henni og allt, það er allt eins nema barnið á myndinni. ok kannski ekki alveg, ég notaði annann pappír.

Kroppur: þessi síða er alveg helling gerð með penna, merkið sem stendur Kroppur á er alveg teiknað nema bláu glimmer stafirnir.
?: þessi síða er næstum öll teiknuð, fiðrildið er stimplað, blómin er málað chipboard svo er restin bara penni, ég er ekki búin með hana, ég ætla að teikna á hana allann hringinn.
Svo yndislegur: finnst hún örlítið tómleg vinstramegin, en bíst samt við að leyfa henni að vera svona, kannski poppar upp einn daginn hugmynd um hvað ég get sett þarna.
Adam: þessi finnst mér líka svoldið tímlega, eða það er eitthvað sem mér finnst að mætti laga eða bæta inná, veit bara ekki hvað það er.... býst við að ég eigi eftir að setja falið journal á hana.
ég er ekkert rosalega ánægð með þessa, kannski því mér fannst hún of auðvelt fyrir mig, bara límt niður bling og mynd eiginlega.
Þessi er gerð úr BG pp og allt úr risaeðlulínunni. stafirnir og skrautið er grungeboard málað og pússað.
Á leið til spánar: ég er rosalega ánægð með þessa síðu. eiginlega finnst mér hún flottasta síðan úr ferðinni.
ég er ekkert rosalega ánægð með þessa, kannski því mér fannst hún of auðvelt fyrir mig, bara límt niður bling og mynd eiginlega.
laugardagur, 13. september 2008
Áskorun - Blátt þema
Ég tók áskorun HönnuKj og skellti í eina bláa hehe enda þessi fínasti vinningur, fullt af flottu dóti sem minns á ekki og væri alveg til í að eignast.

Sko. ég er ánægð með síðuna þannig séð, reyndar finnst mér þessi síða vera algjör reglustrika og það er ég ekki að fíla, það er allt einhvern veginn of beint. mér finnst vanta eitthvað á hana og um leið og ég fatta hvað þá auðvitað set ég það inná. kannski vantar nokkur blóm hjá hinu blóminu,hmmm... endilega segðu álit, ég móðgast ekki, bara gott að fá hreinskilið álit, það er alla vega meira metið en logið hrós.
Ég á það til að ofhlaða á síðurnar mínar og er svoldið að reyna að læra að hætta á réttum stað svo ég fari ekki bara að skemma fyrir mér. Ég er sérstaklega hrifin af hvíta textanum allan hringinn, það kemur mjög vel út.
Sko. ég er ánægð með síðuna þannig séð, reyndar finnst mér þessi síða vera algjör reglustrika og það er ég ekki að fíla, það er allt einhvern veginn of beint. mér finnst vanta eitthvað á hana og um leið og ég fatta hvað þá auðvitað set ég það inná. kannski vantar nokkur blóm hjá hinu blóminu,hmmm... endilega segðu álit, ég móðgast ekki, bara gott að fá hreinskilið álit, það er alla vega meira metið en logið hrós.
Ég á það til að ofhlaða á síðurnar mínar og er svoldið að reyna að læra að hætta á réttum stað svo ég fari ekki bara að skemma fyrir mér. Ég er sérstaklega hrifin af hvíta textanum allan hringinn, það kemur mjög vel út.
sunnudagur, 7. september 2008
Ný síða
sunnudagur, 31. ágúst 2008
Nýjasta Magnolia kortið
laugardagur, 9. ágúst 2008
Brúðarkort
miðvikudagur, 2. júlí 2008
miðvikudagur, 21. maí 2008
Grungeboard
miðvikudagur, 14. maí 2008
7 daga þema áskorun
miðvikudagur, 30. apríl 2008
skrapplift áskorun
mér fannst svo gaman í þessari áskorun að ég skráði mig í næsta leik líka og er í þetta skipti fyrst með síðuna, ég er rosalega ánægð með þá síðu, en ég get ekki sýnt hana á netinu strax því leikurinn er ekki búinn ennþá en ég set hana inn um leið og ég má :) gaman gaman er spennt að sjá hvernig síðan verður hjá þeirri sem hermir eftir minni.
þriðjudagur, 15. apríl 2008
Fermingar kort
mánudagur, 7. apríl 2008
box
Bauð Lovísu systir og Gunna spússa hennar í mat í kvöld, eftir matinn var planið að föndra smá saman, skemmtileg tilbreyting, meira að segja óli kallinn minn skrappaði eitt box.... ég var næstum búin með eitt box þegar þau komu sem ég gerði í vikunni, þannig tvö af boxunum eru mín.... þetta eru secret box og er ætlað að virka þannig að maður setur á blað það sem maður óskar sér og setur í boxið.
föstudagur, 28. mars 2008
mánudagur, 24. mars 2008
nýtt magnolia
stelpan og grasið er magnolia, ég notaði autumn leaves stimpla í sólina og blómin tvö og fiðrildið sem er reyndar svoldið misheppnað, var að prufa að embossa (sem ég hefði greinilega átt að prufa á öðru blaði) er fancy pants stimpill úr 12x12 setti.
þótt að fiðrildið sé ekkert spes að þá er ég ánægðust með þetta kort af þeim sem ég hef gert :D
Æfingin skapar meistarann.
ps: kortið er flottara live ;P
föstudagur, 21. mars 2008
þriðjudagur, 18. mars 2008
Gestabók
var að klára að gera gestabók fyrir fermingu vinkonu minnar, hef aldrei gert svona áður en tókst bara ágætlega. var í smá vanda þar sem nafnið var svo langt, en ég veit betur hvernig best er að gera þetta þegar ég geri næstu gestabók :) í bleika vasanum með dagsetningunni er tags sem inniheldur hvaða kirkju klukkan hvað og hvar veislan er haldin.... finnst fallegra að hafa ekki of mikinn texta á forsíðunni.... kom mjög vel út og eigandi gestabókarinnar var mjög ánægð með útkomuna. svo skreytti ég síðurnar þar á eftir þar sem gestirnir kvitta fyrir komuna.
miðvikudagur, 12. mars 2008
fyrsta 12x12 síðan
sunnudagur, 9. mars 2008
nýja Skrappaðstaðan mín
miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Magnolia
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)